17.01.2025

Föstudagsmolar 17.janúar 2025

Kæra samstarfsfólk 

Hér á Reykjalundi fer árið af stað með miklum krafti. Starfsemin er komin á fullt eftir lokun og meðferðastarf í fullum gangi. 

Afmælisráðstefna Reykjalundar 2025 

Í næsta mánuði eða þann 12.febrúar er Endurhæfingaráðstefnan.  Dagskráin leit ljós í vikunni og er vægast sagt mjög spennandi fyrir alla sem hafa áhuga á endurhæfingu.

Hvet ykkur til að kynna ykkur dagskránna  hér fyrir neðan og skrá ykkur.

https://www.reykjalundur.is/um-reykjalund/frettir/frett/2025/01/16/Afmaelisradstefna-Reykjalundar-um-endurhaefingu/



Stýrihópurinn 

Á haustmánuðum 2023 var farið í mikla stefnumótunarvinnu með starfsfólki hér á Reykjalundi eins og komið hefur fram áður. Sú vinna skilaði af sér góðum tillögum að breytingum á stjórnskipulagi. Í Kjölfarið var samþykkt nýtt skipurit og milli stjórnenda hópur leit dagsins ljós sem stýrir meðferðasviðunum tveimur, stýrihópur.  

Í upphafi voru hóparnir tveir yfir sitt hvoru meðferðasviðinu en fljótlega varð hann orðinn að einum stjórnendahópi   Stjórnendur í hópnum eru,  Bára Sigurðardóttir forstöðuiðjuþjálfi, Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur. Ásdís Kristjánsdóttir forstöðusjúkraþjálfari, Erna Bjargey Jóhannsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar M1 Helga Pálmadóttir sviðstjóri hjúkrunar M2, Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir  yfirlæknir meðferðasviðs 1 og Lovísa Leifsdóttir yfirlæknir meðferðasviðs 2. 

Stýrihópurinn ber sameiginlega ábyrgð á daglegum rekstri meðferðateyma á viðkomandi sviði ásamt flæðisstýringu í samvinnu við faglegu framkvæmdastjóra og framkvæmastjórn. Einnig ber hann sameiginlega ábyrgð á að þróun starfseminnar. Mikilvægt er að fundir og skipulag meðferðsviða fari formlega fram og þess vegna eru fundir stýrihóps skipulagðir einu sinni í viku til að halda festu í starfinu. Fundirnir eru til að skerpa á samþættingu og þeim stóru verkefnum sem fram undan eru fyrir Reykjalund.   


Hlutverk
•             Að stýra daglegu sjúklingaflæði á meðferðarsviðinu og tryggja meðferðarteymin sem undir þau heyra uppfylli þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands. 
•             Að gera áætlanir um starfsemi og rekstur sviðsins. 
•             Að upplýsa framkvæmdastjórn og starfsmenn um faglega og rekstrarlega stöðu starfseminnar. 
•             Að vinna að aukinni samvinnu milli einstakra teyma innan sviðsins og stuðla að samþættingu í starfseminni með vinnu þvert á teymi. 
•             Að bera ábyrgð á að þróun starfseminnar sé í samræmi við þróun í endurhæfingu og þarfir sjúklinga sem Reykjalundar sinnir hverju sinni. 
•             Stuðla að stöðugri framþróun og gæðum starfseminnar.  
•             Að vera tengiliður við formenn teyma.


Meðfylgjandi er mynd af stýrihópnum á myndina vantar Lovísu Leifsdóttur yfirlækni meðferðasviðs 1

Góðar kveðjur 

Ólöf Árnadóttir
Framkvæmdastjóri hjúkrunar Reykjalundi

 

Til baka