Föstudagsmolar forstjóra 20. desember 2024 - Gleðileg jól!
Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,
Þessa síðustu föstudagsmola ársins vil ég nota til að óska ykkur öllum, fjölskyldum ykkar og vinum, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ég vona að þið eigið öll góðar stundir um hátíðarnar hvort sem þið dveljið í faðmi fjölskyldu og vina eða gerið eitthvað annað. Sendi sérstakar kveðjur til ykkar sem standið vaktina á Hlein um hátíðarnar en við hin njótum þess að hægt er að gera hlé á meðferðarstarfinu milli jóla og nýársins.
Ég þakka ykkur einnig kærlega fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu sem er að líða og samverustundirnar.
Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Starfsemi Reykjalundar er því gríðarlega mikilvæg fyrir samfélag okkar enda er sú meðferð sem veitt er á Reykjalundi ekki í boði annars staðar. Það er von okkar að hægt verði að finna lausnir sem tryggja samfellda og órofna þjónustu við sjúklinga til bæði skamms og langs tíma ásamt því að geta boðið upp á góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk. Við skorum að komandi stjórnvöld að finna farsælar lausnir með okkur sem allra fyrst.
Næsta ár verður sérstaklega spennandi hér hjá okkur. Þá fangar Reykjalundur, stærsta endurhæfingarstofnun landsins, 80 ára afmæli. Starfsemin er í miklum blóma og hefur aldrei verið mikilvægari fyrir samfélagið og heilbrigðiskerfið þrátt fyrir að skuggi húsnæðishrakninga sé ennþá yfir okkur. Þá er bara að láta sig hlakka til afmælisársins þar sem meðal annars ætlunin er að halda ýmsa viðburði eins og afmælisráðstefnu um endurhæfingu, 12. febrúar. Stærsti áfangi ársins verður þó án efa innleiðing á CARF, alþjóðlegu gæðakerfi í endurhæfingu sem Reykjalundur mun taka upp á afmælisárinu. Þetta verður í fyrsta sinn sem gæðakerfið er innleitt hér á landi og getum Reykjalundur þá borið þjónustuna saman við það sem best gerist í heiminum.
Ég lít á það sem forréttindi að fá að vinna með öllu því góða fólki sem hjá okkur starfar og gerir starfsemina jafn glæsilega og raun ber vitni.
Ég hlakka mikið til að takast á við árið 2025 með ykkur – þar sem verkefni okkar verður að gera glæsilegan Reykjalund enn glæsilegri og betri!
Jólamyndin sem fylgir molunum í dag var tekin í jólatíma starfsmannaleikfiminnar okkar í vikunni.
Eftir skemmtilega jólaviðburði út um allt hús undanfarið leyfi ég mér að trúa að flest ykkar séu komin í jólaskap.
Góða helgi og njótið ykkar vel um hátíðarnar – Gleðileg jól!
Bestu kveðjur,
Pétur