18.12.2024

Hrefna og Steinunn í Iðjuþjálfanum

 

Nýlega kom út nýtt tölublað af Iðjuþjálfanum, fagblaði iðjuþjálfa. Gaman er að segja frá því að tveir iðjuþjálfar hér á Reykjalundi koma þar við sögu, þær Hrefna Óskarsdóttir og Steinunn B. Bjarnarson.
Hrefna ritar greinina „Hlutverk iðjuþjálfa í sjálfsmeðferð langveikra“ (bls 56).
Steinunn er einn af höfundum ritrýndar fræðigreinar sem ber nafnið „Slökun og frí frá hugsunum: Reynsla af skapandi iðju sem íhlutun iðjuþjálfa í geðheilsuteymi Reykjalundar.“ (bls 18).
Við óskum þeim Hrefnu og Steinunni til hamingju með greinarnar og hvetjum sem flesta til að lesa.

Hér er að finna tengil á tímaritið Iðjuþjálfan þar sem greinarnar þeirra er að finna.


Til baka