16.12.2024
Myndasyrpa – Reykjalundur í jólafíling!
Starfsfólk Reykjalundar er sannarlega komið í góðan jólafíling en í hádeginu síðasta fimmtudag bauð Reykjalundur okkur starfsfólki og sjúklingum í gómsætan jólamat sem Gunnar, Jónas og starfsfólkið í eldhúsinu töfruðu fram eins og þeim er einum lagið.
Árni Heiðar Karlsson lék falleg jólalög á flygilinn framan við matsalinn og samkvæmt skemmtilegri hefð voru allir hvattir til að klæðast jólapeysum eða einhverju jólalegu þennan dag. Það þarf ekki að spyrja að þátttökunni eins og meðfylgjandi myndir sýna vel.
Það er eru því allir komnir í jólafíling hér á Reykjalundi.
Við þökkum starfsfólkinu í eldhúsinu kærlega fyrir okkur.