13.12.2024

Reykjalundur er kominn á instagram – Reykjalundur.endurhæfing

Á jólafundi Reykjalundar á miðvikudaginn gerðist sá sögulegi viðburður að Reykjalundur opnaði formlega síðu á samskiptamiðlinum Instagram. Eftir ábendingar frá starfsfólki, meðal annars í stefnumótunarvinnu sem fram fór á síðasta ári, var þetta skemmtilega skref tekið.
Á miðvikudaginn fór einmitt fram jólafundur starfsfólks Reykjalundar þar sem Fannar, forstöðumaður upplýsinga- og velferðartæknimála og Pétur forstjóri tóku „sjálfu“ og opnuðu þar með Instagram-reikninginn með formlegum hætti.
Fyrirkomulag á Instagram reikningi Reykjalundar verður með þeim hætti að frá og með janúar 2025 verður einstökum deildum og meðferðarteymum úthlutað „vikum“. Deild eða teymi mun þá setja inn efni úr daglegu starfi og gaman er ef hægt er að segja frá skemmtilegum viðburðum í bland við faglega fróðleiksmola. Vinnureglur og skipting vikna verður kynnt á næstunni.
Við hvetjum alla til að fylgja Reykjalundi á Instagram – Reykjalundur.endurhæfing

 

Til baka