10.12.2024

Kjötkrókur og félagar komu okkur í jólaskapið.

Árlegt jólaball Reykjalundar fyrir starfsfólk, börn og barnabörn fór fram í gær. Það var húsfyllir af glöðum og kátum gestum á öllum aldri þegar Kjötkrókur og Þvörusleiki mættu á Reykjalund eftir að hafa rennt sér niður Esjuhlíðar á leið sinni til byggða. Þeir bræður sungu, dönsuðu, sögðu sögur og borðuðu á sig gat sem er akkúrat það sem jólasveinar eiga að gera til að koma öllum í jólaskap.
Við þökkum jólasveinum, hljóðfæraleikurum og öllum krökkunum sem mættu, kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi notið vel.

Til baka