03.12.2024

Heimsókn frá sérnámslæknum í heimilislækningum.

Í síðustu viku komu læknar á fjórða og fimmta ári í sérnámi í heimilislækningum í heimsókn á Reykjalund.  Guðrún Þuríður yfirlæknir efnaskipta- og offituteymis og Berglind gæðastjóri kynntu starfsemina og faglegt starf eins og ábendingar og frábendingar fyrir meðferð hjá okkur, ferlið eftir að beiðni um meðferð kemur í hús, vinnu í tengslum við breytingar á beiðninni og læknabréfum frá okkur og mögulega aðkomu Reykjalundar að sérnámi í heimilislækningum. Hjalti íþróttafræðingur bauð upp á leiki í íþróttasalnum til hressingar um miðja heimsókn sem endaði síðan með góðum umræðum. Gunnar Baldvin læknir bauð læknunum í skoðun um húsnæðið og Anna María og Lovísa læknar heilsuðu einnig upp á hópinn.
Við þökkum sérnámslæknunum kærlega fyrir komuna á Reykjalund. 

 

Til baka