28.11.2024 Til baka
Kokkarnir buðu upp á kalkúnaveislu :)
Við hér á Reykjalundi duttum heldur betur í lukkupottinn í hádeginu í dag. Þá var hefðbundinn matseðill lagður til hliðar og öllu starfsfólki, sjúklingum og skjólstæðingum boðið upp á kalkúnaveislu. Sú skemmtilega hefð hefur skapast undanfarin ár að halda kalkúnaveislu kringum þakkargjörðarhátíðina. Starfsfólkið í eldhúsinu töfraði fram dýrindis máltíð sem rann ljúflega niður eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eðli málsins samkvæmt birtum við einungis myndir af starfsfólki.
Við þökkum Gunnar, Jónasi og öðru starfsfólki í eldhúsinu kærlega fyrir okkur!