27.11.2024

Saga Garðars og Reykjalundarkarlpeningurinn.

Aðeins um 15% starfsmanna Reykjalundar eru karlmenn. Allir karlkyns starfsmenn Reykjalundar fengu boð um að mæta á sérstakan „fund“ í hádeginu í dag og gátu flestir komist. Hugmyndin var að kanna áhuga karlkyns starfsmanna Reykjalundar til að stofna karlahóp sem gæti brallað eitthvað skemmtilegt saman til mótvægis við hina frægu kvennaferð starfsmanna Reykjalundar sem farin hefur verið annað hvert ár áratugum saman og er sívinsæl.
Á „fundinum“ í dag var boðið upp á mjög karlvænlegt fæði sem fór vel í mannskapinn. Einnig voru Hjalti íþróttafræðingur og Smári sálfræðingur kosnir í stjórn hins nýja hóps og sjá þeir um skipulagningu starfsemi hópsins.
Það var létt yfir mönnum og ekki minnkaði fjörið þegar leynigestur kíkti við Það var engin önnur en skemmtikrafturinn Saga Garðarsdóttir og kitlaði hún heldur betur hláturtaugar viðstaddra.

Til baka