Hollvinir gefa Reykjalundi nýtt hjartalínuritstæki.
Félagar í Hollvinasamtökum Reykjalundar komu færandi hendi á dögunum þegar þeir afhentu okkur hér á Reykjalundi nýtt hjartalínuritstæki.
Hjartalínurit eða hjartarafrit (skammstafað ECG eða EKG) er skráning á því hvernig rafboð berast um hjartavöðvann. Með hjartalínuritinu/hjartarafriti má greina margs konar vandamál tengd starfsemi hjartans. Til dæmis má lesa út úr því skert blóðflæði til hjarta, gáttatif, vatn í kringum hjarta og sýkingu í gollurshúsi. Hjartalínurit hjartarafrit er líka notað til að sjá hvernig hjartað bregst við auknu álagi í álagsprófum.
Verðmæti tækisins er rúmlega 1,5 milljón króna og er starfsfólk Reykjalundar gríðarlega þakklátt Hollvinasamtökunum enda mun nýja tækið koma sér mjög vel í starfseminni.