Gestkvæmt hjá Efnaskipta- og offituteyminu.
Það er nóg að gera hjá efnaskipta- og offituteyminu okkar. Nýlega fengu þau heimsókn frá kollegum í Heilsuklasanum sem hafa nýverið sett á laggirnar sérhæft námskeið fyrir einstaklinga með offitu. Lars íþróttafræðingur, Sigríður innkirtlalæknir og Heiðdís næringarfræðingur komu og kynntu þetta fyrir teyminu en einnig tók þátt Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur. Heimsóknin heppnaðist mjög vel og úr varð mjög góður fundur. Efnaskipta- og offituteymið okkar leggur áherslu á að mikilvægt sé að þau sem vinna með offitu þekkjumst vel og eigi uppbyggileg og góð samskipti.
Í dag var svo Hjörtur Gíslason skurðlæknir í heimsókn hjá teyminu og hélt kynningu um ferlið í kringum efnaskiptaaðgerðirnar sem gerðar eru í Svíþjóð. Í fyrra voru gerðar um 45 aðgerðir framkvæmdar á Landspítalanum en um 250 í Svíþjóð. Stór hluti okkar skjólstæðinga sem óska eftir efnaskiptaaðgerð fara þannig til Svíþjóðar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsóknunum.