14.11.2024

Geðheilsuteymið með áhugaverða fræðslu.

Fróðleysa eru fræðslufundir sem við hér á Reykjalundi höldum einu sinni í mánuði og eru þeir hugsaðir fyrir starfsfólk. Fræðslan getur verið af ýmsum toga og hugsuð bæði til skemmtunar og fróðleiks. Fyrirlesarar eru ýmist úr okkar röðum hér á Reykjalundi eða utanaðkomandi aðilar.
Í gær var geðheilsuteymið okkar með áhugaverða fræðslu um ýmsar tegundir átröskunar og helstu leiðir í meðhöndlun, bæði almennt og líka hvað við á Reykjalundi erum að gera. Fyrirlesarar voru Anna Kristín læknir, Helga Guðrún næringarfræðingur og Helma sálfræðingur. Sannarlega áhugavert enda var mjög góð mæting.
Á myndinni eru fyrirlesararnir Helma, Anna Kristín og Helga Guðrún.
Bestu þakkir til geðheilsuteymisins og Fróðleysunefndarinnar fyrir skemmtilega og áhugaverða fræðslu!

Til baka