09.10.2024

Fjölsótt fræðsla hjá Efnaskipta- og offituteymi





Fróðleysa eru fræðslufundir sem við höldum einu sinni í mánuði og eru þeir hugsaðir fyrir starfsfólk Reykjalundar. Fræðslan getur verið af ýmsum toga og hugsuð bæði til skemmtunar og fróðleiks. Fyrirlesarar eru ýmist úr okkar röðum hér á Reykjalundi eða utanaðkomandi aðilar.
Húsfyllir var í hádeginu í dag þegar efnaskipta- og offituteymi Reykjalundar kynnti starfsemi sína og sagði frá helstu áskorunum í starfinu.
Á hópmyndinni er stór hluti efnaskipta- og offituteymisins ásamt Thelmu úr Fróðleysunefndinni.

Bestu þakkir til Efnaskipta- og offituteymis og Fróðleysunefndarinnar fyrir skemmtilega og áhugaverða fræðslu!

 


 

Til baka