08.10.2024

Læknanemar á 6. ári í heimsókn.

Í síðustu viku fengum við skemmtilega heimsókn þegar 32 nemar á 6. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands dvöldu hjá okkur í einn dag. Þau kynntust starfsemi Reykjalundar og fengu fjölbreytta og þverfaglega kennslu um endurhæfingu.

Heimsóknin er árleg og er hluti af námskeiði þeirra í endurhæfingarlækninum.

Heimsóknin tókst mjög vel og var almenn ánægja með daginn.

Við þökkum læknanemunum kærlega fyrir komuna á Reykjalund og óskum þeim góðs gengis.

 

Til baka