19.09.2024

Glæsilegur styrkur til innleiðingar á CARF gæðavottunarkerfinu

Glæsilegur styrkur til innleiðingar á CARF gæðavottunarkerfinu


Nú í vikunni tóku Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga og Berglind Gunnarsdóttir gæðastjóri á móti tveggja milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Bergþóru Magnússonar og Jakobs Júlíusar Bjarnasonar. Er styrkurinn veittur verkefninu Innleiðing CARF gæðavottunarferlis á Reykjalundi. Reykjalundur mun innleiða gæðakerfið á næsta ári og er það í fyrsta sinn sem gæðakerfið verður notað hér á landi. 
Það var Alma D. Möller landlæknir sem afhenti styrkinn  á Alþjóðadegi sjúklingaöryggis í lok málþings um öryggi sjúklinga sem embættið stóð fyrir.
Þetta er sannarlega glæsilegt fyrir Reykjalund og hvetur okkur til dáða við innleiðinguna en nú þegar eru ýmsir undirbúningsferlar komnir í gang.

Til baka