12.09.2024

Fróðleysa komin í gang

Fróðleysa komin í gang – fjölsótt fræðsla um umhverfisheilsu.


Fróðleysa eru fræðslufundir sem við höldum einu sinni í mánuði, fyrir allt starfsfólk í húsinu. Þeir eru haldnir eru haldnir annan miðvikudag í mánuði kl. 12:15 í Samkomusalnum og eru ca. 40 mínútur. Fræðslan getur verið af ýmsum toga og hugsuð bæði til skemmtunar og fróðleiks. Fyrirlesarar eru ýmist úr okkar röðum hér á Reykjalundi eða utanaðkomandi aðilar.


Í hádeginu í dag fór fram fyrst fyrirlestur vetrarins á vegum Fróðleysu. Það var Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari frá fyrirtækinu Endurheimt hélt fyrirlestur um Umhverfisheilsu. Þar er af ýmsu áhugaverðu að taka enda var mjög góð mæting á fyrirlesturinn og góðar umræður á eftir.
Á myndinni eru Óskar framkvæmdastjóri þjálfunar og ráðgjafar, Linda fyrirlesari og þær Thelma næringarfræðingur og Nadía félagsráðgjafi úr Fróðleysunefndinni.


Bestu þakkir til Lindu og Fróðleysunefndarinnar!

 

Til baka