Sérfræðingar sem tengjast efnaskiptaaðgerðum bera saman bækur sínar.
Nýlega var haldinn hér á Reykjalundi sameiginlegur vinnufundur fulltrúa Efnaskipta- og offituteymis Reykjalundar með skurðlæknum GB Obesitas í Malmö, Klíníkinni og Landspítala. Á fundinum voru einnig læknar, hjúkrunarfræðingar og næringarfræðingar sem sinna undirbúningi og eftirliti einstaklinga í tengslum við efnaskiptaaðgerðir. Hver og einn kynnti sína starfsemi og síðan ræddi hópurinn flókin tilfelli. Jafnframt voru ræddar breytingar á klínískum leiðbeiningum en læknar Reykjalundar, þær Guðrún Þuríður og Hildur Thors, eiga sæti í vinnuhópi þar.
Þetta var mjög gefandi fundur sem gaf öllum tækifæri til þess að kynnast og setja stefnuna fram á við.
Reykjalundur hafði frumkvæði að þessum fundi en markmiðið var að stuðla að betra samstarfi og skilningi á starfsemi hvers og eins. Það markmiði náðist svo sannarlega.