Reykjalundur fær glæsilegan styrk úr Lýðheilsusjóði.
Reykjalundur fær glæsilegan styrk úr Lýðheilsusjóði.
Á dögunum voru afhentir styrkir úr Lýðheilsusjóði vegna ársins 2024. Það var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sem tilkynnti um styrki úr Lýðheilsusjóði, sem eru að upphæð rúmlega 92 milljónir króna og renna til 158 verkefna og rannsókna. Gaman er að segja frá því að Efnaskipta- og offituteymi Reykjalundar fékk eina milljón króna í styrk til þýðingar á fræðsluefni teymisins yfir á önnur tungumál, enda er þetta verkefni sannarlega mikilvægt. Það voru Hildur Thors læknir og Helma Rut Einarsdóttir sálfræðingur sem veittu styrknum viðtöku fyrir okkar hönd.
Reykjalundur óskar efnaskipta- og offituteyminu kærlega til hamingju með styrkinn.
Nánar upplýsingar um úthlutunina má finna hér: https://island.is/s/landlaeknir/frett/uthlutun-ur-lydheilsusjodi-2024-ahersla-a-ad-efla-gedheilsu-og-faerni?fbclid=IwAR13MYhWDvUx_cZ1is_lxIeDQR1URovvEdcDzfhjXvuA0pp8P3VJVNN0kiM