Föstudagsmolar 15. mars 2024 – Föstudagsmolar Árshátíðarnefndar.
Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,
Það hefur ekki farið framhjá neinum þessa vikuna að mikið stendur til um helgina í Reykjalundarlífinu. Þá fer fram hin margrómaða árshátíð starfsfólks Reykjalundar sem fram fer í Stykkishólmi í þetta skiptið. Þær Thelma Rún, Jórunn, Gunnhildur, Kristín og Sóley í árshátíðarnefndinni eiga heiður skilinn fyrir að taka að sér að halda utan um þetta verkefni fyrir okkur enda mikið að skipuleggja, ekki síst þar sem flestir ætla gista í 1-2 nætur. Það hefur verið líka verið frábært að fylgjast með aðdragandanum sem náði hámarki með línudansi og fjöri í hádeginu í gær.
Það er því vel við hæfi að gestahöfundar föstudagsmolanna þessa vikuna séu Árshátíðarnefnd Reykjalundar, en myndirnar eru einmitt af árshátíðarnefnd í sínum mikilvægu störfum.
Þetta verður eitthvað!
Ég vona svo að allir njóti helgarinnar sem allra best, hvort sem þið komist með á árshátíðina eða ekki.
Bestu kveðjur,
Pétur
Föstudagsmolar 15. mars 2024 – Föstudagsmolar Árshátíðarnefndar.
Nú er loksins helgin langþráða runnin upp. Árshátíð Reykjalundar er á morgun! Einhverjir ætla að taka forskot á sæluna og njóta alls þess sem Stykkishólmur hefur upp á að bjóða í dag á meðan aðrir ætla að mæta gallvaskir beint í stemminguna á morgun. Það hefur skapast mikil og góð stemning í húsinu í vikunni og við í nefndinni erum á mörkum þess að fara yfir um af spennu. Að skipuleggja svona viðburð er mikil og oft á tíðum erfið vinna en á sama tíma einstaklega gefandi. Það brýtur upp daglegt amstur að mæta á nefndarfund, ræða skemmtiatriði, skreytingar og misgóðar hugmyndir af þemum. Kvöldið á morgun er einskonar uppskeruhátíð okkar í nefndinni en þó fyrst og fremst tækifæri okkar allra til að koma saman og eiga ánægjulega kvöldstund. Leggja til hliðar skjólstæðingatal og pappírsvinnu og borða góðan mat, fá okkur örfáa drykki (lesist sem margir), brosa, hlæja og dansa saman eins og við kunnum svo vel hér á Reykjalundi! Því eins og við þekkjum öll svo vel er einn lykillinn af heilsusamlegu lífi jafnvægi í vinnu og félagslífi. 😉
Áður en við hittumst á morgun langar okkur í nefndinni að minna ykkur á örfáar mikilvægar reglur fyrir helgina:
1. Keyra varlega í Stykkishólminn og passa sig á löggunum.
2. Mæta í sínu besta skapi og brosa allan hringinn, allan tímann.
3. Mæta tímanlega í fordrykkinn kl 17:00 svo hægt sé að sturta sem mestu í sig á sem stystum tíma. 😉
4. „Dönsum eins og hálfvitar.“
5. „Ekki vera fáviti.“
Árshátíðarnefnd.