Fróðleg fræðsla um færsældarlögin.
Nýlega var starfsfólki Reykjalundar boðið á áhugaverða fræðslu á vegum Fróðleysu, fræðslunefndar Reykjalundar. Gestir okkar voru Páll Ólafsson og Elísabet Sigfúsdóttir frá Barna-og fjölskyldustofu sem sögðu okkur frá barnaverndartilkynningum og farsæld barna þar sem áherslan var hlutverk okkar, starfsfólks á Reykjalundi, sem þjónustuveitendur. Þau fóru meðal annars yfir farsældarlögin en frekari upplýsingar má finna hér: Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna - Kynning | Fréttasafn | Barnaverndarstofa (bofs.is)
Við þökkum þeim Páli og Elísabetu kærlega fyrir áhugaverðan fyrirlestur og komuna hingað á Reykjalund. Á myndinni eru þau Elísabet og Páll ásamt Nadíu félagsráðgjafa, fyrir hönd Fróðleysunefndar.