01.02.2024
79 ára öðlingur
Í dag er merkisdagur því þá fangar öðlingurinn Reykjalundur 79 ára afmæli! Þann var 1. febrúar 1945 var fyrsti "sjúklingurinn" var innritaður hingað á Reykjalund. Það hefur auðvitað margt og mikið gerst á þessum 79 árum sem of langt mál væri að rekja hér.
Venju samkvæmt var haldið upp á afmælið og af þessu sinni bauð eldhúsið upp á ljúffenga nautasteik með bernaise-sósu og öðru meðlæti í hádeginu.
Starfmannafélagið bauð svo upp á línudans undir stjórn hins eina sanna Jóa dans (Jóhann Örn Ólafsson). Það var fullur íþróttasalur af línudans-glöðu Reykjalundar-starfsfólki sem tók þátt.
Við þökkum eldhúsinu, starfsmannafélaginu og Jóa dans kærlega fyrir og óskum Reykjalundi til hamingju með daginn!