25.01.2024

Ísland, atvinnuhættir og menning.

Nýlega kom út ritið Ísland, atvinnuhættir og menning. Það samanstendur af sex bókum og í þeim er að finna yfir tíu þúsund myndir en umfjöllunarefnið eru upplýsingar um helstu fyrirtæki, félög, stofnanir og samtök í landinu. Verkið hefur komið út með tíu ára millibili, fyrst 1990, 2000, 2010 og svo núna. Það er útgáfufyrirtækið SagaZ ehf. sem gefur ritið út.
Reykjalundur er einn þeirra aðila sem er til umfjöllunar. Öll bindi ritsins er að finna í setustofu aðalanddyris ef einhver vill kynna sér nánar.

Til baka