Handbók um matstækið Mat á eigin iðju ný útkomin
Margrét Sigurðardóttir iðjuþjálfi og fyrrverandi starfsmaður Reykjalundar kom og færði iðjuþjálfunardeild Reykjalundar, ný útkomna handbók, um matstækið Mat á eigin iðju, sem á alþjóðavísu er kallað OSA (The Occupational Self Assessment). Um er að ræða sjálfsmatstæki, markmið með notkun þess er að gefa einstaklingi tækifæri til að meta eigin færni við framkvæmd ýmissa athafna og gildi þeirra. Margrét hefur ásamt Kristjönu Fenger iðjuþjálfa séð um þýðingu og staðfæringu matstækisins.
Í formála handbókarinnar er stjórnendum Reykjalundar þakkað fyrir fjárstuðning og að leyfa endurtekið að nýta stofnunina sem prófunarvettvang. Sérstakar þakkir fá starfandi iðjuþjálfar Reykjalundar og skjólstæðingar þeirra fyrir þátttöku og jákvæðni gagnvart verkefninu.
Til baka