Reykjalundur fær Carrooka
Af og til færa sjúklingar okkur á Reykjalundi gjafir í þakklætisskyni fyrir vel heppnaða meðferð. Almennt eru við ekki að segja sérstaklega frá slíku enda er það persónulegt mál hvers og eins sjúklings sem dvelst hjá okkur. Einstaka sinnum gerum við þó undantekningu og þá alltaf í algeru samráði við viðkomandi.
Einn úr þessum hópi er Jorgen Nilsson, en hann færði Reykjalundi í vikunni borðspilið Carrooka að gjöf. Sjáflsagt eru ekki margir sem þekkja þetta borðspil en það mjög skemmtilegt og er einhvers konar samblandi af snóker og „bobbi“ sem einhverjir þekkja frá því í gamla daga. Ekki eru þó notaðir kjuðar heldur einungis fingurnir. Spilið er á snúningsdiski og er því mjög hentugt fyrir fólk með skerta hreyfigetu.
Við þökkum Jorgen kærlega fyrir gjöfina og vonandi ná sem flestir sem sækja okkur heim, hingað á Reykjalund, að spreyta sig í Carrooka. Gjöfin var smíðuð af fyrirtækinu Arttré á Akranesi.
Fréttin er birt í samráði við Jorgen.