Föstudagsmolar forstjóra 14. júlí 2023
Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,
Í dag er síðasti vinnudagur hér á Reykjalundi fyrir sumarhlé. Eftir daginn í dag gerum við hlé á daglegri starfsemi fram yfir verslunarmannahelgi og hefjum starfið aftur þriðjudaginn 8. ágúst. Hlein er auðvitað undantekning og þangað sendi ég mínar bestu sumarkveðjur.
Undanfarna daga höfum við flest verið ljúka við hnýta ýmsa lausa enda áður en fríið hefst. Það verður kærkæmið að komast í frí, hlaða batteríin og njóta lífsins.
Þó sumarleyfið sé sannarlega tilhlökkunarefni býð ég líka spenntur eftir að við förum í gang aftur að sumarhléi loknu og getum hafist handa við halda áfram hlutverki okkar sem leiðandi aðili í endurhæfingarþjónustu hér á landi. Þar bíða okkar ýmis viðfangsefni og úrlausnarefni.
Föstudagsmolarnir fara nú í sumarfrí og verða næst föstudaginn 11. ágúst.
Mynd dagsins er af þeim Sirrý og Ingibjörgu iðjuþjálfum og var tekin í blíðunni í vikunni þegar ísbíllinn kom í heimsókn og gladdi starfsfólk og aðra gesti Reykjalundar.
Ég óska ykkur öllum, fjölskyldum og vinum gleðilegs sumars, sem og öllum velunnurum Reykjalundar. Ég vona að þið eigið öll ánægjulegar sumarstundir hvort sem það er í faðmi fjölskyldu og vina heima við, á ferðalögum eða bara í hvíldarslökun með sjálfum ykkur.
Hafið það gott í sumar og njótið lífsins!
Bestu kveðjur,
Pétur