08.06.2023

Aðalfundur Reykjalundar þriðjudaginn 20. júní kl 14.

Aðalfundur Reykjalundar endurhæfingar ehf. verður haldinn þriðjudaginn 20. júní kl 14 í samkomusal Reykjalundar.
Vorið 2020 stofnaði SÍBS, eigandi Reykjalundar, sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi. Nýja félagið er óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem er óháð stjórn SÍBS. Nýja félagið tók alfarið við stjórnartaumunum um áramótin 2020/2021. Stjórn hefur ákveðið að Reykjalundur haldi formlega og opna aðalfundi, líkt fleiri heilbrigðisstofnanir gera. Vegna Covid hefur það ekki verið mögulegt fyrr en nú. Á dagskrá verða, auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, ávarp frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og fleiri aðilum. Bryndís Haraldsdóttir alþingsmaður og formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar verður fundarstjóri. Fundurinn fer fram í samkomusal Reykjalundar.
Eins og áður segir verður fundurinn opinn og allir velkomnir.

Til baka