11.05.2023

Fræðsla um atvik og atvikaskráningu í heilbrigðisþjónustu

Í gær komu í heimsókn hingað á Reykjalund þær Ólöf Elsa Björnsdóttir verkefnastjóri og Hrefna Þengilsdóttir yfirlæknir hjá Embætti landlæknis. Markmiðið var að ræða og fræða okur um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu ekki síst varðandi atvikaskráningu. Þær funduðu með framkvæmdastjórn og gæðastjórum ásamt því að vera boðið í skoðunarferð. Síðast en ekki síst héldu þær opin fræðslufund fyrir starfsfólk um atvik og atvikaskráningu í heilbrigðisþjónustu en fundurinn var vel sóttur. Fram kom í máli þeirra að gæði og öryggi haldast í hendur  og eru grundarvallaratriði í árangursríkri heilbrigðisþjónustu, ásamt því að markvisst gæða- og umbótastarf séu forsenda faglegrar heilbrigðisþjónustu.
Við þökkum þeim Ólöfu Elsu og Hrefnu fyrir komuna en á myndinni eru Ólöf framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ólöf Elsa, Hrefna, Berglind gæðastjóri, Hlín gæðastjóri og Ásta Margrét iðjuþjálfi og fulltrúi Fróðleysu, fræðslufélags Reykjalundar.

Til baka