10.05.2023

Kvennaferð Reykjalundar til Vestmannaeyja.

Á laugardaginn fór fram 14. óvissuferð starfskvenna á Reykjalundi en „Kvennaferð Reykjalundar“ er skemmtilegur siður sem hefur verið endurvakinn eftir Covid. Starfsfólki Hleinar og eldhúss var falið að sjá um ferðina í ár og voru það Ellý Björnsdóttir matráður og Þórdís Þráinsdóttir iðjuþjálfi sem tóku að sér skipulagið með góðri aðstoð Guðbjargar mannauðstjóra Reykjalundar.
Ákveðið var að halda til Vestmannaeyja þar sem Viking-ferðir tóku vel á móti okkar konum þegar þær komu úr Herjólfi. Byrjað var á frjálsum tíma og helstu verslanir buðu upp á afslætti. Næst var farið í vel heppnaða bjórkynningu hjá Brothers Brewery. Að því loknu var farið í rútu ferð þar sem konur voru gerðar kunnugar staðháttum, spreyttu sig á sprangi og gosminjasafnið Eldheimar skoðað. Endað var á veitingahúsinu Tanganum áður en haldið var aftur í Herjólf eftir skemmtilegan dag.
Frábær dagur með um 50 frábærum konum af öllum sviðum Reykjalundar.

Til baka