19.04.2023

Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.

Ágæta samstarfsfólk,

Mér er ánægja að tilkynna ykkur að Árdís Björk Ármannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.

Árdís útskrifaðist sem læknir frá Háskóla Íslands árið 2008. Að auki hefur hún sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum. Hún hefur undanfarin ár verið yfirlæknir og sinnt stjórnun við Södra Älvsborgs Sjukhus í Borås í Svíþjóð. Árdís hefur því góða reynslu af stjórnun mannauðsmála, rekstri heilbrigðisstofnana og stefnumótun. Samhliða stjórnun hefur hún ætíð starfað í klínísku starfi sem endurhæfingarlæknir. Árdís segir framkvæmdastjórastöðuna á Reykjalundi vera mjög spennandi og lítur jafnframt á Reykjalund sem frábæran vinnustað með mikla möguleika. Hún hefur brennandi áhuga á endurhæfingu og sér gríðarleg tækifæri í að fá að taka þátt í að móta og þróa endurhæfingu á Íslandi til framtíðar.

Árdís kemur að fullu til starfa síðsumars en mun þó hefja störf að hluta í júní. Stefán Yngvason, núverandi framkvæmdastjóri lækninga, hefur sem kunnugt er sagt upp störfum að eigin ósk en mun gegna starfinu í sumar þar til Árdís tekur við keflinu.
Við bjóðum Árdísi velkomna í Reykjalundarhópinn en það er sannarlega fengur að fá hana til okkar.

Bestu kveðjur,
Pétur Magnússon
Forstjóri

Til baka