Föstudagsmolar forstjóra 5. apríl 2023 - Gleðilega páska!
Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,
Aldrei þessu vant koma föstudagsmolar vikunnar nú á miðvikudegi og eru að þessu sinni stutt páskakveðja.
Ég vil nota þetta tækifæri og óska ykkur öllum, fjölskyldum ykkar og vinum, gleðilegrar páskahátíðar. Vonandi að þið eigið öll góðar stundir og gott frí hvort sem þið dveljið í faðmi fjölskyldu og vina eða gerið eitthvað annað. Sendi sérstakar kveðjur til ykkar sem standið vaktina á Hlein hátíðardagana en við hin njótum þess að hægt er að gera hlé á meðferðarstarfinu á meðan.
Það er við hæfi að myndin með molunum sé frá frábærri árshátíð okkar sem fram fór á dögunum. Það var deild iðjuþjálfunar sem hampar nú mont-réttinum á hinum merka verðlaunagrip Gullhorninu en þessi verðlaun er veitt þeim sem eru með besta skemmtiatriðið á árshátíðinni. Keppnin var gríðarlega hörð enda atriðin hvert öðru betra. Deild iðjuþjálfunar hafði þetta á endanum enda atriðið þeirra stórglæsilegt. Á myndinni með molunum eru sigurvegararnir á sviðinu að taka við verðlaununum.
Við á Reykjalundi viljum að lokum senda sjúklingum, skjólstæðingum og öllum velunnurum Reykjalundar kærar hátíðarkveðjur.
Gleðilega páska!
Bestu kveðjur
Pétur