12.01.2023
SÍBS heilsumoli um streitu
Hæfilegt magn af streitu getur hjálpað okkur að takast á við verkefni og klára þau. Ef við erum undir álagi í langan tíma án þess að fá nægjanlega hvíld getur streitan valdið líkamlegum og andlegum einkennum og skert lífsgæði.
SÍBS hefur framleitt örmyndbönd með góðum ráðum um hvað hægt er að gera til að bæta heilsu og líðan. Að taka ábyrgð á eigin heilsu hefst á því að vita hvað er heilsusamlegt.
Myndböndin eru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin verða fyrst aðgengileg á íslensku, svo á ensku og pólsku.