19.12.2022

Hollvinir koma færandi hendi á Reykjalund.

Hollvinasamtök Reykjalundar komu sannarlega færandi hendi á hingað á Reykjalund á dögunum. Þá afhentu samtökin veglega gjöf til Hjarta- og lungnarannsóknardeildar Reykjalundar. Um er að ræða hugbúnaðaruppfærslu og endurnýjun á eldri búnaði sem nýttur er daglega til öndunar- og heilsufarsmælinga á sjúklingum Reykjalundar. Hollvinasamtökin færðu Reykjalundi búnaðinn upphaflega við hátíðlega athöfn þann 22. maí 2017 að viðstöddum Forseta Íslands. Verðmæti gjafarinnar nú er rúmar fjórar milljónir króna.
Reykjalundur sendir kærar þakklætiskveðjur til stjórnar og allra félaga í Hollvinasamtökunum.
Á myndinni má sjá þau Hauk og Bryndísi stjórnarmenn Hollvinasamtakanna ásamt fulltrúum Reykjalundar við afhendingu gjafarinnar.

Til baka