01.12.2022

Hollvinasamtökin gefa Reykjalundi nýjan fjölþjálfa

Stjórn Hollvinasamtaka Reykjalundar færði sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar nýlega nýjan fjölþjálfa (cross-trainer) að gjöf. Fjölþjálfi er mikilvægt tæki við endurhæfingu sem veitir góða þol- og styrktarþjálfun fyrir mjög breiðan hóp notenda. Tæki sem þetta, eru í notkun nánast allan daginn hér á Reykjalundi en þau gefa mjúka og eðlilega hreyfingu, með lágmarksálagi á liði og nýtast sérstaklega vel þeim sem búa við takmarkaða hreyfigetu.
Við á Reykjalundi sendum þakklætiskveðjur til stjórnar og allra félaga í Hollvinasamtökunum.
Á myndinni má sjá stjórn Hollvinasamtaka Reykjalundar við nýja fjölþjálfann, ásamt fulltrúum Reykjalundar.

Til baka