15.11.2022

Vísindadagur á Reykjalundi

Á föstudaginn kemur, þann 18. nóvember, verður vísindadagurinn á Reykjalundi í 19. sinn. Eftir laaaaaangt covid hlé verður dagurinn aftur haldinn í raunheimum, þ.e. í Samkomusalnum á Reykjalundi. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður dagskránni einnig streymt og slóðin fyrir það er hér: https://fb.me/e/2r7NLc6yS

Dagskráin hefst kl. 12:30 og samanstendur af sjö erindum með niðurstöðum rannsókna starfsmanna Reykjalundar og nemenda þeirra. Endurhæfingunni er ekkert óviðkomandi og því er fjölbreytnin mikil í verkefnunum sem kynnt verða. Þau fjalla um spurningalista um hreyfingu og lífsgæði, áhrif útigöngu í kulda, áhrif HAM hópmeðferðar, langvinna lungnateppu og sjálfstjórnun og áhrif þolþjálfunar og sálfræðilegra ferla á einkenni hjá fólki með langvinn sjúkdómseinkenni eftir COVID-19. Dagskránna er að finna, ásamt ágripahefti, á heimasíðu Reykjalundar: https://www.reykjalundur.is/visindi/visindadagur/

Til baka