Góðar gjafir til Reykjalundar!
Fulltrúar frá Sjálfsvörn komu færandi hendi á Reykjalund í dag en félagið færði okkur að gjöf ýmis tæki sem koma að góðu gagni í daglegu starfi.
Um er að ræða meðferðabekk, þrjá súrefnismæla og fimm innúðavélar fyrir lungasjúklinga, hljóðstöng fyrir hjúkrunarsambýlið Hlein, hljóðnema og hjarsláttarmæli fyrir heilsuþjálfun og handæfingatæki fyrir iðjuþjálfunardeildina. Meðfylgjandi mynd var tekin við formlega afhendingu tækjanna.
Sjálfsvörn er Reykjalundardeild SÍBS og var félagið stofnað árið 1945. Félagsmenn eru bæði fólk sem hefur verið í meðferð á Reykjalundi og aðstandendur þeirra sem og fyrrverandi og núverandi starfsfólk Reykjalundar. Reykjalundur sendir kærar þakkarkveðjur til félaga í Sjálfsvörn.
Til baka