18.10.2022

Bleikur dagur á Reykjalundi

Síðasta föstudag, 14. október, var „Bleikur dagur“ haldinn hátíðlegur hér á Reykjalundi. Bleikur október er átak á vegum Krabbameinsfélagsins þar sem félagið hvetur landsmenn til að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við hér á Reykjalundi tökum heilshugar þátt í þessu, ekki síst Bleika deginum, rétt eins svo mörg önnur fyrirtæki og stofnanir.
Fjöldi starfsmanna klæddist bleiku í tilefni dagsins og matsalurinn var vel skreyttur í tilefni dagsins. Eldhúsið bauð upp á bleikar hressingar í hádeginu en einnig voru bleikar bollakökur sendar inn á kaffistofur starfsfólks í tilefni dagsins. Þó það sé gaman og mikilvægt að gleðjast er jú aðalatriðið að sýna stuðning með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Bleika deginum hér á Reykjalundi.

Til baka