04.10.2022

Skemmtileg heimsókn frá Portúgal

Nýlega fékk tauga- og hæfingarteymi Reykjalundar skemmtilega heimasókn. Um var að ræða forseta MS félagsins í Portúgal og iðjuþjálfa frá Portúgal sem er að vinna mikið með einstaklingum með MS. Með þeim í för voru Berglind framkvæmdarstóri MS félagsins hér á Íslandi og María félagsráðgjafi. Þannig er mál með vexti að MS félagið hér á Íslandi er að taka þátt í verkefni með MS félaginu í Portúgal í vetur og liður í því samstarfi er að fulltrúar portúgalska félagsins komu í heimsókn hingað til Íslands til að fá kynningu á MS félaginu á Íslandi og þjónustu og stuðningi við MS fólk á Íslandi.

Þar sem Reykjalundur er einn af þessum mikilvægu hlekkjum í stuðningi við einstaklinga með MS var óskað eftir kynningu á hvaða þjónusta og stuðningur stendur MS fólki til boða á Reykjalundi. Heimsóknin hófst á kynningu á frábæru starfi og aðstöðu iðjuþjáfa sem Edda hristi fram úr erminni með glæsibrag. Eftir það var þeim boðið í mat með okkur í matsalnum. Eftir mat var þeim sýnd aðstaða sjúkraþjálfara, tækjasalur og sundaðstaða. Enduðum síðan á stuttu fræðsluerindi þar sem m.a. var sagt frá þeirri endurhæfingu sem fram fer á Reykjalundi með áherslu á það sem stendur einstaklingum með MS til boða. Mikil ánægja var með heimsóknina og þau buðu okkur að endurgjalda greiðann ef við hefðum áhuga á að kynna okkur starf þeirra í Portúgal. Meðfylgjandi er mynd sem var tekin við þetta tilefni en fyrir hönd tauga- og hæfingateymisins voru það HuSíðastliðinn fimmtudag fengum við í taugateyminu gesti sem ég, Alla og Sóley tókum að okkur að taka á móti. Um var að ræða forseta MS félagsins í Portúgal og iðjuþjálfa frá Portúgal sem er að vinna mikið með einstaklingum með MS. Með þeim í för voru Berglind framkvæmdarstóri MS félagsins hér á Íslandi og María félagsráðgjafi. Þannig er mál með vexti að MS félagið hér á Íslandi er að taka þátt í verkefni með MS félaginu í Portúgal í vetur og liður í því samstarfi er að fulltrúar portúgalska félagsins komu í heimsókn hingað til Íslands til að fá kynningu á MS félaginu á Íslandi og þjónustu og stuðningi við MS fólk á Íslandi.

Þar sem Reykjalundur er einn af þessum mikilvægu hlekkjum í stuðningi við einstaklinga með MS var óskað eftir kynningu á hvaða þjónusta og stuðningur stendur MS fólki til boða á ReykjalundiHeimsóknin hófst á kynningu á frábæru starfi og aðstöðu iðjuþjáfa sem Edda hristi fram úr erminni með glæsibrag. Eftir það var þeim boðið í mat með okkur í matsalnum. Eftir mat var þeim sýnd aðstaða sjúkraþjálfara, tækjasalur og sundaðstaða. Enduðum síðan á stuttu fræðsluerindi þar sem m.a. var sagt frá þeirri endurhæfingu sem fram fer á Reykjalundi með áherslu á það sem stendur einstaklingum með MS til boða. Mikil ánægja var með heimsóknina og þau buðu okkur að endurgjalda greiðann ef við hefðum áhuga á að kynna okkur starf þeirra í Portúgal. Meðfylgjandi er mynd sem var tekin við þetta tækifæri en fyrir hönd tauga- og hæfingarteymis voru það Hulda Gunnarsdóttir félagsráðgjafi, Aðalbjörg Albertsdóttir hjúkrunarstjóri og Sóley Guðrún Þráinsdóttir yfirlæknir, sem tóku á móti gestunum.

Til baka