14.09.2022
Fræðsla um tengslamat
Í hádeginu í dag fór fram áhugaverð fræðsla fyrir starfsfólk Reykjalundar á vegum fræðslufélagsins okkar – Fróðleysu.
Fyrirlesarinn var Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur sen hún starfar fyrir Tengslamat sem sérhæfir sig í einstaklings-, para- og fjölskyldu viðtölum, umsjón með umgengni undir eftirliti og tengslamötum, auk ráðgjafar og þjálfunar fagfólks sem starfar með börnum. Þá sérhæfir Tengslamat sig einnig í rannsóknum sem miða að því að skoða tengslahegðun einstaklinga.
Fyrirlestur Ragnheiðar var mjög áhugaverður og kunnum við henni bestu þakkir fyrir komuna.
Nánari upplýsingar má finna á vefnum https://www.tengslamat.is/