Háskóla-, iðnar, og nýsköpunarráðherra heimsækir Reykjalund.
Í síðust viku fengum við góða gesti í heimsókn til okkar á Reykjalund. Þetta voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Hulda Jónsdóttur aðstoðarmaður hennar ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Kynnt var fyrir fulltrúum hvernig Háskólasamfélagið fléttast inn í daglega starfsemi Reykjaundar með áþreifanlegum hætti. Á Reykjalundi koma árlega um 50 nemar fjölda heilbrigðisstétta í grunn- og framhaldsnámi í starfsþjálfun. Reykjalundur gegnir því lykilhlutverki í að þjálfa endurhæfingarstéttir framtíðarinnar. Marta Guðjónsdóttir rannsóknastjóri Reykjalundar svo kynnti ráðherra fyrir starfi á Reykjalundar á sviði rannsóknar og vísinda. Árlega eru birtar 2-3 vísindagreinar í tímaritum og varðveislustöfnum . Það var okkur sönn ánægja að taka á móti fulltrúunum og fá tækifæri til að greina frá okkar mikilvægu starfsemi.
Á myndinni eru Marta Guðjónsdóttir rannsóknastjóri, Ólöf Árnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra, Óskar Jón Helgason framkvæmdastjóri þjálfunar og rágjafar, Bryndís Haraldsdóttir formaður hollvinasamtaka Reykjalundar og alþingismaður og Jana Katrín Knútsdóttir bæjarfulltrúi.