23.08.2022

Iðjuþjálfadeildin fær styrk fyrir Úrræðabanka

Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti í gær um úthlutun styrkja til gæða- og nýsköpunarverkefna þetta árið og hlaut iðjuþjálfadeildin styrk fyrir verkefni sem ber heitið “Úrræðabankinn”. Styrkþegar í ár voru 12 en alls bárust 32 umsóknir.

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid

Hér er smá samantekt um verkefnið:

Úrræðabankinn er upplýsingasíða þar sem safnað er saman ítarlegum, greinagóðum og skilmerkilegum upplýsingum um úrræði sem eru í boði í samfélaginu, eins og t.d.:

  • hvaða þjónusta er í boði í heimabyggð einstaklingsins og fyrir tiltekna sjúkdóma/erfiðleika/færnivanda
  • hvernig umsóknarfyrirkomulagið er og ferlinendurhæfingar
  • hvort það þurfi sjúkdómsgreiningu eða tilvísun
  • hvernig einstaklingar geti haft samband ef ekki þarf tilvísun.
  • hver kostnaðurinn er og hvort VIRK, SÍ, sveitarfélagið eða aðrir taki þátt í kostnaði
  • myndir af starfseminni
  • tenglar á umfjöllun og rannsóknir sem hafa verið gerðar um úrræðið efni

Síðan er annars vegar ætluð fyrir fagfólk sem vísar í áframhaldandi endurhæfingu/eftirfylgd og sér um endurhæfingaráætlanir og hins vegar notendum sem vilja virkari þátttöku í endurhæfingunni.

Markmiðið er að stuðla að og ýta undir fyrsta stigs þjónustu í endurhæfingu og er fyrsti liður verkefnisins að safna saman upplýsingum um kostnaðarlaus eða kostnaðarlítil úrræði.

Ábyrgðarmaður verkefnis er Hrefna Óskarsdóttir

Til baka