Föstudagsmolar 19. ágúst 2022
Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,
Þá er þessi ljómandi fína vika að renna sitt skeið.
Hér koma föstudagsmolar dagsins en gestahöfundur í dag er Ólöf Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.
Mig langar að óska hlaupurum Reykjavíkurmaraþons á morgun góðs gengis en jafnframt sendi ég ykkur öllum góðar helgarkveðjur hvort sem þið ætlið að njóta Menningarnætur eða gera eitthvað annað skemmtilegt.
Bestu kveðjur
Pétur
Föstudagsmolar 19. ágúst 2022
Ágæta samstarfsfólk á Reykjalundi,
Haustið er á næsta leiti og starfsemin er komin á fullt skrið eftir sumarlokun. Nú iðar Reykjalundur af lífi og væntingar sjúklinga um bætt lífsgæði sem allt starfsfólk er svo samheldið í gera að veruleika.
Það er mikil hvatning í þeirri eftirvæntingu sem maður upplifir hjá sjúklingum og ekki síður starfsfólki þegar upphaf meðferðar hefst. Engin verkefni eru of stór eða flókin. Það gefur svo sannarlega byr undir báða vængi. Slíkri von fylgir mikill kraftur og hvatning sem erfitt er að kalla fram og ekki sjálfgerið að sé til staðar í stórum starfsmannahópi.
Svefnskóli Reykjalundar
Ég var svo heppin að fá að taka þátt í prufukeyrslu Svefnskóla Reykjalundar. Þar hafa hjúkrunarfræðingar þvert á öll svið Reykjalundar tekið höndum sama um fræðslu tengda svefnvanda. Á Reykjalundi starfar fjöldi hjúkrunarfræðinga bæði í teymum og legudeildum. Verkefnin eru margvísleg og tengjast þörfum hvers sjúklingahóps. Þróun svefnskólans er eitt dæmi um það hvernig þörf sjúklinga sem þurfa á þjónustu Reykjalundar að hefur breytist yfir í markvissa fræðslu og úrvinnslu sjúklingum til hagsbóta. Hjúkrunarfræðingar vinna oft með margvíslegan svefnvanda hjá skjólstæðingum sínum á Reykjalundi í einstaklingsmeðferð og hópfræðslu.
Markmið skólans er að efla enn frekar þjónustuna við þá sem glíma við svefnleysi. Námskeiðið er skipt í fjóra hluta. Megin hugmyndafræðin og þemað í nálgun skólans byggir í grunnin á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Þar er fræðsla um svefn og farið yfir ákveðna þætti sem eru mikilvægir við meðferð svefnleysis. Einnig byggir fræðslan á öðrum gagnreyndum aðferðum við svefnleysi og annarri þverfaglegri þekkingu.
Svefnvandi getur verið margskonar eins og t.d. kæfisvefn, fótaóeirð eða svefnleysi. Auk þess geta ýmsir þættir sem valda óþægindum að degi til líka truflað svefn, eins og t.d. verkir og tíð þvaglát. Með aðferðafræði hugrænnar atferlismeðferðar er þættir svefnleysis nálgast á markvissan hátt sjúklingum til heilla. Hjúkrunarfræðingar fóru yfir námskeiðið þann 17.ágúst og prufukeyrðu það. Næstu skref snúa að því að leysa nokkur hagnýt atriðið eins og hvar og hvenær námskeiðið verður haldið.
Þess má geta að svefnleysi hefur í árann ráðs verið umfjöllunarefni og um það meðal annars getið í Hávamálum.
Ósvinnur maður
vakir um allar nætur
og hyggur að hvívetna.
Þá er móður
er að morgni kemur.
Allt er víl sem var.
(Hávamál, Eddukvæði)
Ég er full tilhlökkunar fyrir komandi vetri. Ég vil þakka fyrir hreint frábærar móttökur sem nýr starfsmaður Reykjalundar. Mér er á allan hátt vel tekið og finn strax fyrir mikill samstöðu og sameiningarkrafti starfshóps Reykjalundar. Hlakka til að leggja mitt af mörkum til samstarfsins og samvinnunnar
Mynd: Gosið í Merárdölum tekið 4. ágúst 2022 Gummi Árna, myndasafn.
Ólöf Árnadóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar