Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu heimsækja Reykjalund
Fyrir nokkru fengum við góða gesti í heimsókn hingað á Reykjalund en það voru fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) eru hagsmunasamtök aðildarfélaga sem starfa við velferðarþjónustu og eru ekki ríkisfyrirtæki en alls eru tæplega 50 aðildarfélög innan samtakanna, flest tengd öldurnarþjónustu.
Reykjalundur gekk fyrir nokkru í samtökin en vegna Covid hefur dregist mjög að bjóða fulltrúum samtakanna í heimsókn.
Í heimsókninni voru fulltrúar SFV fræddir um starfsemi okkar hér á Reykjalundi og boðið í skoðunarferð. Jafnframt voru rædd ýmis sameignleg hagsmunamál og hvernig samtökin geta aðstoðað Reykjalund í hagmunagæslu gagnavart ýmsum aðilum auk þess hvernig Reykjalundur getur nýtt sér til hagsbóta sameinglegan vettvang aðildarfélaganna með ýmsum hætti.
Við þökkum fulltrúum SFV fyrir komuna til okkar en á myndinni eru frá vinstri Gunnhildur persónuverndarfulltrúi, Heiða Björk formaður kjaranefndar, María Fjóla formaður stjórnar og Sigurjón framkvæmdastjóri.