31.05.2022

Heilbrigðisráðherra heimsækir Reykjalund

Í dag kom Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í heimsókn hingað á Reykjalund. Með honum í för var Sara Lovísa Halldórsdóttir sérfræðingur á skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í ráðuneytinu.
Ráðherra fundaði með framkvæmdastjórn og stjórn Reykjalundar endurhæfingar ehf. þar sem starfsemin var kynnt og rætt um ýmis hagsmunamál Reykjalundar gagnvart stjórnvöldum. Að fundinum loknum fór ráðherra í skoðunarferð um húsnæðið og heilsaði upp á starfsfólk og sjúklinga.
Heilbrigðisráðherra sagði bæði gagn og gaman af heimsókninni og var ánægður með þann metnað sem er í loftinu og þá blómlegu starfsemi sem starfsfólk Reykjalundar innir af hendi.
Á myndinni er heilbrigðisráðherra ásamt Söru Lovísu og stjórn og framkvæmdastjórn Reykjalundar.

Til baka