19.05.2022

Heimsókn frá HD-Samtökunum

Síðasta haust voru stofnuð HD samtökin hér á landi en tilgangur samtakanna er að vinna að auknum lífsgæðum og velferð þeirra sem haldnir eru Huntington sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Sennilega hafa fáir heyrt um Huntington sjúkdóminn en hann er ættgengur taugasjúkdómur þar sem heilafrumur hrörna smám saman. Algengi sjúkdómsins virðist hafa aukist undanfarin ár, úr því að vera áætluð tíðni 3 einstaklingar af hverjum 100.000 í að vera áætlað um 10 einstaklingar af hverjum 100.000 í Evrópu.
Í dag heimsóttu fulltrúar HD samtakanna Reykjalund þar sem samtökin kynntu sig og við sögðum frá starfsemi Reykjalundar ásamt því að bjóða upp á skoðunarferð um húsnæðið.
Við þökkum fulltrúum HD samtakanna kærlega fyrir komuna og óskum þeim góðs gengis. Bendum á heimsíðu samtakanna og/eða Facebook-síðu fyrir þá sem vilja kynnast sér sjúkdóminn og starfsemi samtakanna betur.

Til baka