23.03.2022

Fróðleysa - Lyfjamál í íþróttum og samfélaginu

Í hádeginu í dag fór fram fyrirlestur á vegum Fróðleysu, en fræðsla sem fram fer fyrir almenna starfsmenn Reykjalundar í hádeginu á miðvikudögum kallast þessu nafni.

Það var Birgir Sverrisson frá Lyfjaeftirliti Íslands sem kom og hélt fyrirlesturinn: Lyfjamál í íþróttum og samfélaginu. Efnið er umfangsmikið  en hann stiklaði á stóru varðandi orkudrykki, fæðubótarefni, stera og önnur ólögleg efni sem eru á ferli hér á landi. Mjög góð mæting var á fyrirlesturinn og góðar umræður á eftir.

Bestu þakkir til Birgis og Fróðleysunefndarinnar!

Til baka