Gleðigjafinn Hilmar Örn!
Á hverjum degi sækja um 120-130 einstaklingar þjónustu á Reykjalund. Flestir njóta endurhæfingarþjónustu hjá okkur í 4-6 vikur í senn.
Einn af þeim sem hjá okkur hafa verið undanfarið er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri. Fyrir framan matsal Reykjalundar er forláta flygill sem gefin var Reykjalundi af félaginu Berklavörn í júní árið 1946. Hilmar Örn hefur verið mjög duglegur að grípa í hljóðfærið og fá fólk til að syngja með sér sem hefur sannarlega gefið Reykjalundarlífinu skemmtilegan lit, ekki síst í hádeginu þegar fjöldi fólk á leið í matsalinn.
Hilmar Örn útskrifaðist síðasta föstudag og kvaddi okkur á Reykjalundi með spileríi, stjórnun á fjöldasöng og blómvendi sem Pétur forstjóri Reykjalundar tók við, fyrir hönd okkar. Haft var á orði, í gamni þó, að nauðsynlega þyrfti að framlengja dvöl Hilmars svo gleðistundirnar á hans vegum héldust áfram.
Reykjalundur þakkar Hilmari Erni kærlega fyrir og óskar honum alls hins besta!
(Birt með leyfi Hilmars Arnar).
Til baka