11.10.2021
Valli og vinir láta gott af sér leiða
Á föstudaginn var einn af þessum virkilega skemmtilegu vinnudögum sem gefa lífinu heldur betur lit.
Hollvinasamtök Reykjalundar hafa á síðustu árum staðið myndarlega við bakið á endurhæfingarstarfsemi Reykjalundar með ýmsum fjáröflunum. Þrátt fyrir að ekkert Reykjavíkurmaraþon hafi orðið, sem er mikilvægt í fjáröflun Hollvinasamtakanna, var heldur betur fjör í hádeginu á föstudag, þegar Valli (Valgeir Árni Ómarsson), íbúi á Hlein, tók hlaupið sitt með Pétri Magnússyni forstjóra, sem fulltrúa Reykjalundar og Bryndísi formanni Hollvinasamtakanna. Valli hefur búið síðustu 20 ár á Hlein, sem er sambýli á lóð Reykjalundar og er ætlað fyrir mikið fatlað fólk sem hefur fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa. Valli var sáttur með daginn þrátt fyrir smá rigningu en það var glæsilega tekið á móti þeim þegar þau komu í mark og Pizzuveisla ala Ellý sem toppaði þetta alveg.
Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!
Ennþá er hægt að heita á Valla og vini og eru öll framlög vel þegin. Hægt er að leggja beint inn á reikning Hollvinasamtaka Reykjalundar: 0114-05-061229, kt. 601213-1760.
Til baka