09.07.2021

Viltu hlaupa til góðs og styrkja Reykjalund?

Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 21. ágúst en þetta er langstærsti hlaupaviðburður hér á landi ár hvert. Fjöldi fólks notar þetta tækifæri og safnar áheitum í þágu góðra málefna. Hollvinasamtök Reykjalundar eru eitt þeirra góðgerðarfélaga sem hægt er að safna áheitum fyrir og hvetjum við sem flesta til að gera það.

Reykjalundur vill þakka Hollvinasamtökunum, hlaupurum og þeim sem leggja fram áheit á hlauparana, kærlega fyrir að hlýhug í garð Reykjalundar.

Ef þú vilt hlaupa fyrir Hollvinasamtök Reykjalundar eða leggja fram áheit á hlaupara sem hleypur fyrir okkur, er hægt að finna nánari upplýsingar hér:

https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/527-hollvinasamtok-reykjalundar

 

Guðrún Jónsdóttir er ein hlauparanna sem hleypur fyrir Reykjalund og sendum við henni bestu þakkir.

Hún segir:

„Ég ætla að hlaupa 21,1 km fyrir Reykjalund. Fagstéttir á Reykjalundi vinna saman að því að bæta heilsu, færni og lífsgæði fyrir okkur. Í ágúst eru komin 4 ár síðan ég fékk alvarlega heilablæðingu sem umturnaði lífið mínu og minna nánustu. Ég þurfti að læra að tala, lesa, skrifa og ganga upp á nýtt.  Mesti sigurinn fyrir mig er að vera byrjuð að vinna aftur sem læknir. Er ævinlega þakklát fyrir það góða starfsfólk á Reykjalundi sem hjálpaði mér að komast út í lífið aftur. Sérstakar þakkir fá allir talmeinafræðingarnir á Reykjalundi, Grensás og Tröppu.  Aldrei að gefast upp, áfram við!!“

Til baka