23.06.2021

Taugateymi Reykjalundar í Fréttablaðinu í dag

Með Fréttablaðinu í dag fylgdi glæsilegt sérblað um ákominn heilaskaða. Þar var meðal annars fjallað um verkefni tauga- og hæfingarteymis Reykjalundar og rætt við nokkra starfsmenn þess. Ella Björt Teague sálfræðingur sagði frá því hvað ákominn heilaskaði er. Ingibjörg Ólafsdóttir iðjuþjálfi fjallaði um óraunhæfar kröfur sem gerðar eru til fólks með heilaskaða. Smári Pálsson sálfræðingur sagði frá fagráði um heilaskaða og Þórunn Hanna Halldórsdóttir talmeinafræðingur sagði frá því hvað sjúklingar valdeflast og sjálfstraust þeirra vex við endurhæfingu.

Viðtölin og blaðið í heild má finna hér: https://frettabladid.overcastcdn.com/documents/SD210623.pdf

Til baka