18.06.2021
Sumarhátíð Reykjalundar 16. júní 2021
Loksins eftir nokkrar tilraunir og langa bið var hægt að skella í fögnuð hér á Reykjalundi. Fögnuðurinn byrjaði í matsalnum með dýrindis nautasteik og súkkulaðiköku með rjóma að hætti okkar frábæru starfsmanna í eldhúsinu. Við færðum okkur svo upp í íþróttasal þar sem starfsmenn er hafa látið af störfum undanfarna mánuði voru kvaddir með gjöf. Að lokum kom Ari Eldjárn í "endurhæfingu" með stórkostlegt uppistand eftir margra mánaða COVID-dvala.
Til baka